yrkir titill svhv2019.

Til SE

Hjartans vinur.
Við mættumst á brúnni og um stund horfðum við saman á straumharða elfi lífsins. Reyndum að muna hvar finna mætti lygnan straum, en við vitum það ekki. Ekki enn. Brátt verðum við ekki lengur saman á brúnni heldur stöndum við hvor við sinn enda hennar og köllumst á. En við munum hittast aftur. Mætumst þá og horfum saman í deiglu tímans.
Hafðu ástúðlegar þakkir fyrir að koma vandræðabarni til hjálpar þá er það ráfaði vegalaust um ókunna heima.
Ég hef séð þig í margbrotnum lífsspeglinum, sé í honum hafið stóra og fjarlægðir en einnig nálægð vinarins.
Vertu öllum góðum vættum falin.

1994