yrkir titill svhv2019.

Ég sé þig

 

Erum við manneskjur ekki til í eigin vitund fyrr en við höfum speglast í vitund annarra? Uns einhver hefur sagt: ,,Ég sé þig." Er viðnám annarra ígildi lífs? Að máta sig við aðra forsenda þess að vera heill og glutrast ekki niður? Svona eins og hornmátið til að útmæla sig.
Mikil einvera er ekki nema á fárra færi. Flestir í þeim sporum missa fótanna og spóla á veruleikanum - missa jarðtengingu og verða hjárænulegir, utangátta, skrítnir. Enginn er eyland, allt á sér stoð í öðru. Öll erum við börn þessa heims, hlutar af sömu orku.

,,Ég sé þig".