Blekug dægur
Penninn ákvað að skrifa
svona allt í einu
eftir orðlausan vetur
og napran kulda.
Það stoðar greinilega lítt
að ætla að krefja penna sagna,
þvermóðskan verður bara meiri.
En nú er mér ekki lengur
undankomu auðið
frá blekugum dægrum.
Kaupmannahöfn, 1992