Ég skal dansa
ég brenn upp í andleysi - athafnaleysi
þoli ekki við því sólin er blindandi
máninn slokknaður
og allt að visna innra með mér.
áður fyllti máninn mig
unaðslegri tunglsýki um nætur
ég gat öskrað af sársauka
án þess að skammast mín
bý í öngstræti
ég ætla að dansa á gröf þinni, tími
dansa svo tryllt að þú vaknir og
komir úr dauðanum - vaknir
hreyfist og skekist og þá get ég lifað á ný
hrapað ofan í framtíðarpyttinn
í æðisgengnum fögnuði
(Svíþjóð 1990)