yrkir titill svhv2019.

Völundur

Ég hef aðeins hitt
einn mann á ævinni
sem skildi
hismið frá kjarnanum
í raun og veru
og gaf sálarkrafta
sína óskipta
á altari Móður Jarðar.

Verkamaður var hann
í blómagarði drottins
trúr yfir hinu smæsta
sem er hið stærsta
og annaðist landið,
bar hag þess fyrir brjósti
af einlægri ástríðu.

Moldugum og blíðum
smiðshöndum
fór hann um öræfahjartað,
kenndi og græddi,
vörslumaður landsins,
öræfaandi
landvættur
bóndi í fjallasalnum
Grágæsadal.

Fari hann sæll
sem yrkir nú eilífðina.