yrkir titill svhv2019.

Á Þorláksmessu 2019

 

          I


Hugheilar jólakveðjur
til landsmanna allra
- nær og fjær
óma úr viðtækinu,
þindarlaust hópast
Íslendingar til sjávar
og sveita
í litla útvarpstækið
á eldhúsborði í
lágreistu húsi
sem að utan er
á Egilsstöðum
en að innan á Korsíku,
þar inni sveimar
jólaandi, laufléttur
og fiðraður
í leit að íbúunum
sem eru fjarri.

 

          II


Aðeins ég hér
að halda síðustu jól
í fyrrverandi lífi
bý mig undir að njóta
augnabliksins
í gamla húsinu mínu

neðar í brekkunni
og þreyja
svo ég geti axlað
mín skinn
lagt upp
inn í hækkandi sól
inn í framtíðina
lokakaflann

á fótinn eða
undan brekku?

 

 

Ort í Lágafelli á Egilsstöðum að kvöldi Þorláksmessu 2019.