yrkir titill svhv2019.

Júnískógur

 

Ungsumarvindurinn
þyrlar nýsprottnum blöðum
aspanna, innan úr þykkninu
heyrist kvak fugla
rétt grillir í heiðbláan
himin gegnum þetta
græna síkvika ilmhaf.