yrkir titill svhv2019.

Sjálfsmorð á samfélagsmiðlum

Sjálfsmorð á samfélagsmiðlum

 

Orð eru dýr

Þau hlaupa um
smeygja sér um gættir
koma aftur og aftur
setjast jafnvel að
í þökk eða óþökk

upphefja, lækna,
meiða, lítillækka,
vekja ótta og reiði
skapa sorg
og skapa gleði

orð spanna tilveruna
spenna hana upp
taka utan um skilninginn
setja hluti í samhengi
eða drepa á dreif
og sannleikann á skjön

þau geta tortímt

aðgæslu er þörf!
sögð orð
verða ekki aftur tekin
netorð
verða ekki aftur tekin

orð eru dýr.