yrkir titill svhv2019.

Reynsla

 

Að sækir efi
um að reynsla sé verðmæt
og skipti yfir höfuð
einhverju máli
í stóra samhenginu.
Okkur sem vildum byggja
á reynslu kynslóðanna
hefur ekki tekist
sérlega vel upp
þótt sumt sé ágætt.
Nei, ætli það sé ekki
eldmóður æskunnar
og trúin á að í raun
sé allt hægt
sem þarf að vera
grundvöllur framtíðar
lífsbjörg mannkyns?