Þrátt fyrir allt er ég bjartsýn
Heimurinn er grimmur staður
þar sem langflestir
eiga erfitt og vont líf.
Gráðugir og valdasjúkir karlmenn
eiga langstærstan þátt í því
allt frá öndverðu.
Það kemur fyrir
að ég hef litla trú
á að heimurinn batni
eða mannkyni verði bjargað
og suma daga
hata ég karlmenn skefjalaust.