yrkir titill svhv2019.

Ómar af fiðluleik

Þegar ég flutti hingað
var það ekki síst fiðluleikurinn
úr næstu íbúð
sem sefaði ótta minn

kliðmjúkir tónar
æfðir endurtekið
settu exótískt hvolf
yfir endurskapað líf mitt

Ég segist hafa keypt
fiðluleikarann með íbúðinni
til að ná andanum.