Hausthugur
Æðarfuglinn úar
úti á öldunni
gjálfur sjávar
við ryðmálmsbryggju
björgunarhringur
slæst við gálga
í kvöldgjólunni.
Ilmar af hausti
haust í mér
haust í vindinum
hausthugur í fuglunum
söngur þeirra eintóna og langdreginn
sumarástin dvínuð.
Flestir eru flognir
allir nema við
sem ætlum að hafa vetrardvöl
treysta á að okkur leggist eitthvað til.
Senn brimar, hvessir.
Vetrar.
Ég þreyi.