yrkir titill svhv2019.

Lífsþrá

Kona með einbeittan vilja til að lifa
röltir um götur Parísar
lætur sig berast fyrir vindi
andar Signu að sér
og fólkinu
borgin ilmar af vori
stendur kjökrandi á safni
framan við mynd eftir Matisse
af konu sem horfir djörf á móti
með frjálsum augum þó föst sé á striga
villist tímunum saman um strætin
táknmyndir hvarvetna vekja forvitni
skynjar dýpt sögunnar
þykkt aldanna
lag fyrir lag
af gömlu Evrópu
Liberté, Egalité, Fraternité, ou la mort!