yrkir titill svhv2019.

Word Donator

 

Ég er Word Donator.
Hef verið að gefa orð alla ævi.
Get ekki annað.
Föst þar.
Búr án rimla.
Snerting án viðnáms.
Himinhvolf án jarðbindingar.
Þegar raðast rétt, línan gengur upp
er það eins og samfarablossi.
Ódauðlegt um stundarsakir fer það allt í hjól tímans
að kvarnast þar í öreindir gleymsku.

Ég sé ekki muninn á hjartagjafa og orðagjafa.
Báðir lífsnauðsynlegir.

Held áfram.
Áfram.