Klausturorð
Jólaljós bregða hvikulli birtu
á þungbúið hundraðáraafmæli
húkandi í skugga ógeðfelldra orða
sem reynast munu mönnum dýr.
Þó nokkrar konur krefjast afsökunarbeiðni og iðrunar.
Þúsund konur krefjast nýrrar stjórnarskrár.
Allar konur krefjast réttlætis
— að kúgun, sora og ofbeldinu linni.
Getið þið karlar ekki verið til friðs?
Manni dettur í hug mengi sem leitast við að
útrýma sjálfu sér — innan frá.
Mikið er þetta aumt.
Mikið er þetta hættulegt.
Mikið er ég þreytt á þessu.