yrkir titill svhv2019.

Ást

Blikandi úthaf draumsins 
um volduga bylgju lífsþorsta og ástríðna.

Viðkvæmur gróandi vonar
eftir tilgangi og vernd.

Margsaga eilífðaralda sem brimar við
sendna strönd veruleikans.

Snemmsprottinn söngur hjartans
þráir einingu tvístraðra anda.

Svo umlykjandi og trú sjálfri sér
í óstýrilæti sínu og hamsleysi.

Brothætt í ólgandi röst tímans
þar sem mannsbörnin velkjast.

Ástin.

 

(2017) Endurgerð Brúðkaupsljóðs