Á barnum
Einn er hann í þögninni,
svartri og leyndardómsfullri.
Á öldurhúsum borgarinnar
eru staupin barmafyllt gleymsku.
Hann er einfaldur og tvöfaldur
sem sitja saman við barinn
með yfirlýstan heimsborgarasvip
og eru á öndverðum meiði,
þó að jafnaði fylgist þeir að
og líkist einum manni.
Einn er hann í þögn
sem bergmálar af hávaða,
þegar einfaldur og tvöfaldur
gráta báðir saman í einu.
1987