Tjaldhælar helvítis
Veltu fyrir þér hvers vegna.
Til hvers eiginlega.
Að sitja undir því sama aftur og aftur.
Vesenast við að trúa einhverju
sem maður veit að er haugalygi.
Haldandi eitthvað
sem er byggt á sandi.
Vera þar sem engu máli skiptir.
Sálin slapandi,
ófær um að taka til sín
nokkuð nema ruður.
Manni hefur svo sem
dottið í hug að segja upp.
Taka flugið yfir lífslygina
og njóta útsýnisins.
Ef ekki væri fyrir tjaldhæla helvítis,
blessaða samferðarmennina.
2017