yrkir titill svhv2019.

Námuhestar

Við erum margvafin í kjaftæði.
Leggjum lífið í sölurnar 
við að hringsnúast um ekki neitt.
Þykjumst ákaflega mikilvæg,
þó í reynd séum við hjákátlegt
og án merkingar.

Margþvæld í vef ránmaura
sem hafa byggt yfir okkur
völundarhús tilgangsleysis,
þar sem við puðum
daginn út og daginn inn
eins og námuhestar.

Kannski klappar okkur

einhver á öxlina
áður en við líðum út af,
í þakklætisskyni fyrir að
hafa fórnað árum okkar
á altari tilbúnings.

Ég vildi heldur sitja ein á háu fjalli
fjarri fánýti heimsins
og njóta þagnar
við sólarupprás,
en að tortíma anda mínum
við kulnaða elda.

 

2017