Sumargalsi
Sumarið er komið
sem sést best á því
að ungir menn
íklæðast pálmaskyrtum
og byrja að stara
á eftir leggjalöngum konum
í Austurstrætinu.
Tapa svo reisn sinni
í djúpum hyl
vínglasanna á barnum.
Svona munu þeir vera
uns sumarið fer burt
af einskærri blygðun
yfir heiminum.
1984