Tár
Hvert fór ég?
spurði gráklæddur maður.
Á vit mánans
svaraði ég.
Ég sá þig þar
sem rigningarský
særðan og tunglsjúkan
með uppgjafarsvip
og blikandi tár á hvörmum.
Hvert fer ég?
spurði maðurinn dapur
en þó með forvitni.
Til stjarnanna
að blika sem tár þín forðum.
Ekki verður feigum forðað
né ófeigum í hel komið.
1988