yrkir titill svhv2019.

Lou Reed

Nótt með Lady Day
á regnvotum strætum.
Þú glampar í pollunum
sem skuggi þinn svo gárar.
Nótt í Berlín.

Gráar slæður hylja þig,
sinnið dapurt, – dofið,
óraunverulegur kvíði
fyrir raunveruleika
sem þú vilt helst ekki sjá.
Hjarta þitt er eyðimörk
sem hrópar á ást
eða kannski sársauka,
svo þú vitir með vissu
að þú ert enn til
en ekki bara skuggi.

Nótt með Lady Day,
tregablandnir tónar
eirðarleysis og óvissu.

Nótt í Berlín.1984