yrkir titill svhv2019.

Útvegur

Ég er fiskur í búri,
sé ekki út í veröldina,
en ef þú horfir á mig
frá réttu sjónarhorni
sérðu gegnum augu mín.

Spegilmynd mín riðlast
í ljósbrotum hins matta glers.
Reyni að brjótast úr viðjum

en vatnskenndar hugsanir
hafa mig í neti sínu.

Vonir mínar eru loftbólur
sem stíga hljóðlega upp á við.

Ég er fiskur í búri
og ef ég aðeins gæti brotið glerið
sem umlykur mig
þeyttist ég með flaumnum út í lífið.

 

1984