yrkir titill svhv2019.

Leikslok

Spegilmynd glassins
í augum hans.
Ölvun liðinna tíma
hvolfist yfir
og gullinn fljótandi heimur
sest að í höfðinu
líkt og lygi.

Situr á gömlum stað
við háværa götu
í skyndilega ókunnri borg.
Hjartað lemst í brjóstinu
og blóðið sýður í æðum.
Leiftur minninga endasendast
um höfuðið.

Ljósin renna saman í móðu,
leikslok í myrkrinu.1988