yrkir titill svhv2019.

Afi Matthías

Ljúfur maður
lifði um stund
inni á milli
hárra fjalla
og dala.
Hann gekk
sinn veg,
með íhygli
og umburðarlyndi
hafði hann lífið
með sér
á sinn hæga máta.

Hann þótti góður,
heiðarlegur
og trygglyndur.
Börn hans uxu úr grasi,
bak hans bognaði,
lágreist byggðin
átti hjarta hans.

Hann hvílir friðsæll
í minningu barna sinna.
Þau muna föður
með dapurt en hlýtt hjarta,
góð augu og
vinnulúnar hendur,
í skuggsjá liðins tíma.

 



Í tilefni 100 ára afmælis Matthíasar Guðmundssonar, í febrúar 1988.