Andrá
Andarsteggir með fjólublá
og grænglitrandi höfuð
vappa stoltir við tjörnina í dag.
Allir hafa þeir eignast fagurbrúnar
og hnarreistar æðarkollur
fyrir förunauta út í sumarið
- skríkja af sælu
andarsteggir kátlegir
í hamingju augnabliksins.
1988