yrkir titill svhv2019.

Undrun

Það var eitt kvöldið
að þú komst til mín
og augun þín
— þau voru

já — þau voru öðruvísi.

Óendanlega mild,
svo djúp og ástúðleg,
ég fékk verk í hjartað
af því ég sá svo skýrt
ást þína á mér.

Og ég er alltaf jafnundrandi,
því ég taldi víst
að mig gæti enginn elskað.

 

 

 

1990