yrkir

Áratök tímans

Áratök tímans, bók 70 ljóða frá árunum 2016-2018, kom út 5. maí 2018 hjá hinu einkar virðulega Félagi ljóðaunnenda á Austurlandi sem er ein öflugasta ljóðabókaútgáfa landsins og hefur starfað í átján ár.

Eins og titill bókarinnar ber með sér rær höfundur á mið tímans og hugleiðir hvað hefur sterkust tök á honum í sínu lífi.
Kaflarnir eru þrír, Heimaland, Útland og Innland. Sá fyrsti lýsir atvikum uppvaxtar- og umbrotaára í Reykjavík, þá taka við ferðalög á ókunnar slóðir og síðasti kaflinn fjallar um heimkomuna og að festa rætur í daglegum veruleika við bakka hins mikla Lagarfljóts.
Ljóðin eru mörg mjög nærgöngul og lýsa upplifun og reynslu sem sest hefur að í Steinunni og mótað persónu hennar.

UPPLESTUR ÚR ÁRATÖKUM TÍMANS

Panta eintak HÉR

Aratok Timans Kapa front VEF