yrkir

Áratök tímans

Aratok Timans Kapa front VEFÁratök tímans, bók 70 ljóða frá árunum 2016-2018, kom út 5. maí 2018 hjá hinu einkar virðulega Félagi ljóðaunnenda á Austurlandi sem er ein öflugasta ljóðabókaútgáfa landsins og hefur starfað í átján ár.
Bókin fæst í bókaverslunum um land allt. Á Austurlandi í Bókakaffi við Lagarfljótsbrú, hjá útgefanda og höfundi.

Eins og titill bókarinnar ber með sér rær höfundur á mið tímans og hugleiðir hvað hefur sterkust tök á honum í sínu lífi.
Kaflarnir eru þrír, Heimaland, Útland og Innland. Sá fyrsti lýsir atvikum uppvaxtar- og umbrotaára í Reykjavík, þá taka við ferðalög á ókunnar slóðir og síðasti kaflinn fjallar um heimkomuna og að festa rætur í daglegum veruleika við bakka hins mikla Lagarfljóts.
Ljóðin eru mörg mjög nærgöngul og lýsa upplifun og reynslu sem sest hefur að í Steinunni og mótað persónu hennar.

Anton Helgi Jónsson skáld segir ljóðabókina Áratök tímans eftir Steinunni Ásmundsdóttur hafa komið sér ,,gífurlega mikið á óvart“ og nefnir miðkafla bókarinnar, Útland, sem hefur að geyma ljóðminningar frá öðrum löndum. ,,... Hún er hér og þar á ferð um heiminn, hún er í Mexíkó, á Grænlandi, Þýskalandi og svona og horfir á fólk. Hún er greinilega gestur af því að hún getur sagt hvað sem er og hún dregur upp svakalega sterkar og skýrar mannlífsmyndir þarna,“ segir Anton Helgi.
Útvarpsþátturinn Orð um bækur á RÚV, 27. janúar 2019, umfjöllun um áhrifamestu ljóðabækur ársins 2018.

Upplestur úr Áratökum Tímans (sjónvarpsupptaka) 

Panta eintak HÉR