yrkir titill svhv2019.

Myles Campbell

Póstkassinn

Hann kom aftur
eftir mörg ár
til gamla þorpsins.
Hann nam staðar
þar sem gatan endaði.
Póstkassinn 
var þar enn -
ryðgaður jú,
ryð á innsiglinu
og skrifað á hann
,,Næsta tæming á mánudag".
Hann opnaði lúguna
en þar var ekkert
nema ryk og óhreinindi.
Snerist á hæl.

Þótti betra að eiga drauminn
heilan fremur en laskaðan
af niðurníddum kofa
á berangurslegri heiði.

 

þýtt úr ensku, 1995

Myles Campbell -  Bogsa nan Litrichean/The Letterbox

An Aghaidh na Sìorraidheachd / In the Face of Eternity
Polygon, Edinburgh 1991

Gelísk ljóð.