yrkir titill svhv2019.

Hús á heiðinni

Ég var um nokkurt skeið landvörður á Þingvöllum og naut þeirra forréttinda að kynnast náttúrufari og sögu svæðisins vel og umgangast heimafólk, sem allt var hið yndislegasta. Á þessum tíma bjó ég, stundum ein en oftar ásamt fleiri landvörðum þjóðgarðsins, í húsi ofan við Hrafnagjá handan sigdældarinnar heimsþekktu. Húsið nefndist Gjábakki og var teiknað af Guðjóni Samúelssyni. Það var sannarlega hús með sál en nú er það brunnið. Í frístundum mínum skrifaði ég handritið að Húsi á heiðinni við eldhúsborðið í Gjábakka og vann það svo í kjölfarið til hlítar vetrarlangt í Þýskalandi. Inga Þórey Jóhannsdóttir myndlistarmaður og vinkona mín ljáði mér aftur yndisfallegt olíumálverk fyrir forsíðuna og teiknaði aukinheldur baksíðuna líka.

Hús á heiðinni

Inga Þórey Jóhannsdóttir
Málverk á forsíðu

Teikning á baksíðu