yrkir

Ný ljóð

 

Koss

Kossinn var hlýr
í dag
til marks um
aðvífandi vor

þó jörðin alhvít
andi köldu

heitur á vangann
fyrirheit um
ljós
líf
létti

sólarkoss.

 

 

Hríðarfuglar

Velkjast smávinir
fiðraðra 
vinda
leitandi ætis 
lémagna

í hvítblindu 

mæna óró
hundrað
hungruð 
augnpör
inn um skjáinn

gef í gogginn
á gluggasyllu

opna
hleypi í húsið
fuglhafi

velkjast vonir
soltinn svermur
sáldur himins