yrkir titill svhv2019.

Manneskjusaga

rv mynd af bkinni ltt

 

Saga íslenskrar stúlku frá vöggu til grafar á síðari hluta tuttugustu aldar og í byrjun þeirrar tuttugustu og fyrstu. Í samtíma hennar var enginn skilningur á þeim ósköpum sem hún gekk í gegnum, allt var þagað í hel. Ef til vill var hún ögn á einhverfurófi og stöðugt á skjön við veröld sem var.

Útgefandi: Bókaútgáfan Björt - Bókabeitan, október 2018.

Bókin fæst í helstu bókaverslunum og hjá útgefanda.
Einnig í kilju og rafbók.
Sem hljóðbók hjá Hljóðbókasafni í upplestri Völu Þórsdóttur leikkonu.
Á Storytel í upplestri Margrétar Örnólfsdóttur rithöfundar og tónlistarkonu.

Manneskjusaga var tilnefnd til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna, Storytel Awards 2021.

Ein af 10 áhugaverðustu bókum ársins 2018 að mati vefsins skald.is

 

 

,,Manneskjusaga er afskaplega vel skrifuð bók, beygir hvergi hjá
en fylgir stúlkunni og fjölskyldu hennar eftir allt til hins ömurlega endis."

Dagný Kristjánsdóttir, prófessor emeritus í íslenskum nútímabókmenntum við Háskóla Íslands,
Tímarit Máls og menningar, 2020. Um Manneskjusögu. Sögur af börnum.

 

 

English sample translation by Larissa Kyzer  If interested in translating the novel, please get in touch ...


Morgunblaðsviðtal
 
(05.11.2018)

Austurfréttarviðtal (24.10.2018)
Ritdómur - Austurglugginn (22.11.2018)
Ritdómur - Morgunblaðið (29.11.2018)
Ritdómur - Lestrarklefinn (30.11.2018)  pdf

Ritdómur - DV (06.12.2018)  pdf
Ritfregn - Vikan (06.12.2018)
Ritdómur - Glettingur (10.12.2018)
Austurgluggaviðtal (20.12.2018)
Vikan, ,,Ofbeldi litaði allt líf þeirra" (02.2019) pdf
Starafugl - umfjöllun (03.04.2019) pdfUmmæli lesenda:

,,Það er eitt að hafa skrifað góða bók og annað að hún hitti í mark hjá lesendum. Það er frábært þegar þetta tvennt fer saman." /US

,,... Var að leggja frá mér Manneskjusögu. Komst með herkjum í gegnum lok bókarinnar því línurnar voru varla sýnilegar fyrir tárum. (Steinunni) hefur tekist að skrásetja alltof erfiða sögu á einstaklega varfærinn hátt en samt með hreinskilnina að vopni. Virðingin fyrir sögupersónunum skín skært í gegnum alla bókina. Hún er frábærlega skrifuð!" /BL

,,Ég lagði ekki bókina frá mér fyrr en ég hafði lokið við hana og þá með tárin í augunum. Því miður er það þannig ennþá að of margir einstaklingar falla hvergi inn í kerfið og ekkert virðist grípa þá og fjölskyldur þeirra. Takk Steinunn fyrir að hafa skrifað fyrir okkur þessa grípandi og áhrifamiklu sögu." /HSH

Hversu oft getur maður sagt að manni finnist bókin góð en samt verið dauðfegin þegar hún endar?
Líkt og Halldór Laxness, hefur Steinunn náð að fanga sorg mannkynsins og gera úr henni sorglegan en þroskandi lestur.“ /Dísa.

„Langar að mæla eindregið með þessari bók, Manneskjusögu, eftir Steinunni Ásmundsdóttur. Hún er í senn átakanleg og auðlesin. Með trega getur maður auðveldlega sett sig í spor langflestra sögupersóna (alls ekki allra þó – sem betur fer) og fundið til samkenndar og skilnings með ólíku fólkinu. Sagan er raunsönn og mér er það hulin ráðgáta og á sama tíma spurn hvort engin sé hjálparhöndin í slíkri raun eða öllu heldur raunum. Þrátt fyrir þungt viðfangsefnið tekst Steinunni einstaklega vel að gera söguna aðgengilega, skref fyrir skref, bæði með léttleikandi texta og mátulegum lýsingum hverju sinni – ávallt er skilið eftir rými fyrir túlkun sem lesandinn þarf jafnvel að breyta eftir því sem líður á söguna. Lesið gjarnan þessa bók og Steinunn, skrifaðu endilega fleiri.“ /MG

,,Var að lesa bókina (...). Vel skrifuð, hún snerti mig mikið. Því miður eru örlög margra ennþá svona í dag." /BK

,,Áhrifarík og frábærlega skrifuð!" /SÓ

,,Mjög góð bók og þörf lesning." /SÞ

,,Hrikaleg saga af ólýsanlegum erfiðleikum. Aldarfarslýsing, en ekki síður lýsing á óhamingju, vanmætti, vanþekkingu, einelti, vonleysi og svo ótal spurningum um hvort barnaverndaryfirvöld fóru réttu leiðina, brutu niður í stað þess að styðja við." /ÍDG

,,Af þeim nýútkomnu bókum sem ég hef náð að lesa er Manneskjusaga (...) sú fyrsta sem snertir við mér. Virkilega góð og áhrifamikil lesning. Mæli eindregið með henni. Sagan er sögð á þann hátt að lesandinn finnur til samkenndar með fleirum en einni persónu." /LE

,,Finnst Manneskjusaga góð og vel skrifuð þó efnið sé dapurlegt. Áhrifamikil saga." /OR

,,Mér finnst þetta mjög áhrifamikil saga, sérlega vel og fallega skrifuð um erfitt og sorglegt efni - mæli með henni." /EG

,,Bókin er mjög góð. Ætti að vera til á hverju heimili og minnir okkur á að á bak við allar manneskjur er saga." /DSS

,,Manneskjusaga segir átakanlega sögu byggða á raunverulegum atburðum sem standa höfundinum nærri. Manneskjusaga er um það að passa hvergi inn í, um einelti, geðröskun og kynferðisofbeldi - og um þöggun, úrræðaleysi og skilningsleysi. Bókin er verulega vel skrifuð, af næmni, innsæi og hlýju - í bland við nístandi sársauka. Hún vekur til umhugsunar og ég mæli heilshugar með henni." /MS

,,Steinunn Ásmundsdóttir var að senda frá sér sína fyrstu skáldsögu. Hún er mörgum kunn fyrir ljóðabækur sínar og fetar nú inn á nýja slóð. Ég mæli heilshugar með Manneskjusögu - algjör skyldulesning. Þetta er skáldævisaga, byggð á ævi konu sem samfélagið brást og vildi helst gleyma. Kona sem í dag fengi væntanlega nokkrar ,,greiningar" en þekking þess tíma bauð ekki upp á mikla aðstoð, hvorki fyrir fjölskyldu hennar né hana sjálfa. Þöggun þess tíma kom einnig í veg fyrir að hún fengi viðeigandi aðstoð. Steinunni tekst að segja frá erfiðum og sárum hlutum konunnar og fjöldskyldu hennar af mikilli næmni og virðingu. Bókin rígheldur manni frá fyrstu blaðsíðu, þeir sem ég hef talað við segjast ekki hafa getað lagt hana frá sér. Hér er fjallað um erfiða og sára hluti, af mikilli næmni og virðingu fyrir hlutaðeigandi. Við getum öll lært mikið af lífi þessarar konu sem að mínu mati fékk aldrei séns." /RAÚ

,,Las bókina í einum rykk. Ein besta bók sem ég hef lesið. Hún hlífir ekki samviskunni en (er) á sama tíma svo nærgætin. Bókin er skrifuð af óvanalegri næmni, dýpt, hlýju og síðast en ekki síst skilningi, þ.e. skilningi á því að við verðum að reyna að skilja hvað fólki gengur til. Hvers vegna það er eins og það er. Og þar með auðvitað hvers vegna við erum eins og við erum. Skilningi á því að öll erum við manneskjur sem þörfnumst virðingar, skilnings og væntumþykju sama hvað." ÁB

,,Mögnuð lesning, Manneskjusaga ... takk fyrir." /GLÓ

,,Eftir lestur bókarinnar er efst í huga þakklæti til höfundar fyrir vel skrifaða sögu (...) og góða framsetningu án þess að setja erfiða lífsreynslu í einhvern skrautbúning." /JS

,,Átakanlegur lestur um hvernig lífið getur farið hrjúfum höndum um fólk. Óvæginn tíðarandi, þöggun og skeytingarleysi sem vonandi er minna núna en þá. Lesum hana, lærum og gleymum ekki okkar minnstu systrum og bræðrum." /KVH

,,Afar vel skrifuð bók ... Skrifuð af greinilegri væntumþykju og skilningi á viðfangsefninu. Ég hvarf inn í söguheiminn." /ABÞ

,,Hamingjuóskir með þetta flotta verk." /FIJ

,,Mig verkjar enn í hjartað eftir að hafa lesið þessa bók." /GE

,,Manneskjusaga eftir Steinunni Ásmundsdóttur, var að klára hana í gærkveldi og dreymdi hana í alla nótt. Ólýsanlega dapurleg örlög konu sem fékk ekki þá hjálp sem hún þurfti strax sem barn, og ekki síður þegar hún var unglingur, þá fyrst brást kerfið alvarlega, samfélagið allt. Mér hlýnar um hjartarætur að saga hennar hafi loksins verið skráð og gefin út. Hún á það svo sannarlega skilið. Og þetta gerðist ekki fyrir svo löngu síðan. Sem betur fer hefur margt breyst á tiltölulega skömmum tíma." /ARFJ

,,Ekki kom annað til greina en að lesa til enda. Áhrifarík saga saga sem ég varð snortin af. Fallega skrifuð og af mikilli elsku. ... Hún vekur upp margar tilfinningar um manneskjur." /RM

,, ... vel skrifuð, ljóðræn og falleg, ... skrifuð af mikilli nærgætni og hlýju og maður skynjar mikla samkennd með (söguhetjunni) og viðleitninni til þess að viðurkenna hana eins og hún var." /AI

,,Klárlega bók sem enginn bókaormur ætti að láta fram hjá sér fara, hún er mjög átakanleg og skilur mikið eftir sig. Til hamingju Steinunn, virkilega vel skrifuð bók." /SÁE

,,Afskaplega vel skrifuð saga sem greip mig frá upphafi og lagði ég bókina ekki frá mér fyrr en ég var búin að lesa hana." IÞ

,,Þessi bók ... hún fylgir manni áfram ... ég er enn með kökk eftir að ég las hana." /ABB

,,Ein af nýju bókunum sem mér hafa borist er Manneskjusaga eftir Steinunni Ásmundsdóttur. Ég gat ekki lagt hana frá mér fyrr en ég hafði lokið henni og mig skortir orð til að lýsa áhrifunum sem hún hafði á mig ..." /SÞ