yrkir titill svhv2019.

Út er komin ljóðabókin Í senn dropi og haf eftir Steinunni Ásmundsdóttur. Dimma gefur út.

Þessi sjötta ljóðabók höfundar hefur að geyma fjörutíu ljóð sem lýsa straumi tíma og atburða í nánd og firrð, umbreytingum, sorg og hugrekki manneskjunnar.
Ljóðin eru ferðalag konu sem brýtur sig lausa úr viðjum og hugsar á þeirri vegferð meðal annars til örlaga annarra kvenna. Rennsli vatns og tíma er alltumlykjandi og fuglar ljá frelsisþránni vængi.

Fæst í öllum helstu bókaverslunum landsins og hjá útgefanda og höfundi. 
Á Austurlandi í Bókakaffi við Lagarfljótsbrú og Húsi Handanna.

 

fyrir vefinn og facebook lrtt auglsing page 0