yrkir titill svhv2019.

Gamlárskvöld 1987

Tchaikowsky dansar léttfættur
inn á milli kertaljóss og matarilms,
hátíðleikans og glettninnar.
Hugsanir mínar þjóta með músíkinni
langsum eftir gamlárinu
og hver um aðra þvera.

Ég heyri að þetta ár
hafi verið lengt um eina sekúndu,
það gefur aukinn tíma til eftirsjár.