yrkir titill svhv2019.

Vindur um þýskar heiðar

 

Þessi bjarti febrúardagur
minnir mig á Vind
minn vakra leirljósa vin
sem ég reið um þýska velli
og heiðar árstíðanna.

Vindur var íslenskur fákur
sem lét ekki brjóta sig
undir þýskan aga
neitaði að hlýða
við fingursmell
og skrölta eftir
tilhöggnum steingötum.
Nei, hann vildi geysast um
ótroðnar slóðir
velta sér í flögum
valhoppa og hrista sig.

Við áttum skap saman
Vindur og ég,
íslenskar fjallasálir
fjarri heimkynnum okkar.

 

 

Í Þýskalandi 1995-1996