yrkir titill svhv2019.

Heim

Líkami minn er húsið
heimili mitt sálin
hugurinn verkfæri

ég er þakklát fyrir líf mitt

þakklát fyrir að hafa sest í
ökumannssæti lífsrútunnar
og þó ég hafi numið staðar
á útskoti til að hvílast
þá er ég á leiðinni heim

ég finn leiðina alltaf aftur
heim er í mínu eigin hjarta
minni eigin sál

ég er heima