yrkir titill svhv2019.

Andvaka

Kvöl nístir brjóstið
ég engist
í margar nætur
ekki fundið frið
til að hvílast.
Þrekið dvínar
áþreifanlega.

Hangi uppi
af gömlum vana
fyrir aðra.
Langar mest
að fleygja mér niður
í hlýja moldina
og loka augunum.


1988