Sonur
I
Lítið barn sefur,
hjúfrar sig í skjóli rökkurs.
Úti bíður veröld
full af ljósum og litum lífsins.
Hin ósnortna sál
krýnist ástinni
og voninni
II
Hann réttir fram lófann
að höndla birtu lífsins
nýkominn til veraldar
fegurðar og ljótleika
brosir hann
mót foreldrum sínum
lofar þeim gleði
með eilífðarblik í augum.
Dýrmætust gjöf
þessa fallvalta lífs
sonur
borinn til ástar.
1988 - skrifað um Frímann, son kærra vina.