yrkir titill svhv2019.

Meg Bateman

Mér þótti vænt um hann

Hann var vanur að koma til mín
þegar hann var drukkinn
því mér þótti vænt um hann.

Ég gaf honum te
og hlustaði á hann
því mér þótti vænt um hann.

Hann hætti að drekka
og ég var ánægð fyrir hans hönd
því mér þótti vænt um hann.

Nú er hann hættur að koma
og fyrirlítur mig innilega
því mér þótti vænt um hann.

 

 

þýtt úr ensku, 1995

Meg Bateman
An Dèidh an Tòrraidh/Because I was so fond of him

An Aghaidh na Sìorraidheachd / In the Face of Eternity
Polygon, Edinburgh 1991

 

Gelísk ljóð.