yrkir titill svhv2019.

Ný ljóð

 

 Nóvember

Í héluðu dagmyrkri
horfi ég á eyru sperrast
andgufur rísa gegnum skítuga skjái
hestakerru sem rennur á undan mér
eftir Breiðholtsbrautinni
og undrast hvernig hossandi hesturinn
stendur ferðina af sér
kyrr á ofsahraða.

Í héluðu dagmyrkri
keyrir maður barn í kerru
eftir hvítstirndri gangstétt
bæði eru svartari en myrkrið
um varir þeirra leikur bros
sem gæðir daginn minn hlýju
og lýsir vetrardökkva.

Í héluðu dagmyrkri
hef ég vakandi auga.

 

 

Í Öxnadal

Um haustvelli liðast svarbláar ár
í hæðum sofa litverpir skógar
vaka hvítbrydd fjöll eftir veðrum
bliknað land svæfir vályndur vetur.